Segir heilbrigðisráðuneytið ítrekað fresta því að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 18:43 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla. Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla.
Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira