Segir heilbrigðisráðuneytið ítrekað fresta því að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 18:43 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla. Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla.
Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira