Haukur Páll telur að tímabilið í ár verði ólíkt því sem við sáum í fyrra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 18:15 Haukur Páll segir Valsliðið klárt í að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Mynd/Stöð 2 Sport Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45
Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00
Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00