Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2020 16:31 Hlutur bráðnunar stóru ísbreiða jarðarinnar eins og Grænlandsjökuls í hækkun yfirborð sjávar hefur aukist mikið. Hann var um 5% á 10. áratug síðustu aldar en bráðnun íssins þar nemur nú um þriðjungi hækkunarinnar. Vísir/EPA Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum. Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum.
Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira