Formaður knattspyrnudeildar KR vill að KSÍ aðstoði félögin í landinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 22:15 Páll Kristjánsson er hér fyrir miðju ásamt Kristni Kjærnested (t.h.) og Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni formanni KR. Vísir/Twitter-síða KR Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira