Svandís skerst í skimunarleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2020 22:53 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sprittar sig og fer yfir málin með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á blaðamannafundi í síðustu viku. Í bakgrunni er Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gera hins vegar athugasemdir við skimunina að sögn Kára. Um vísindarannsókn sé að ræða og því þurfi Íslensk erfðagreining, lögum samkvæmt, að sækja um leyfi. Segir alls ekki um vísindarannsókn að ræða Kári sagðist á Facebook í kvöld ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn af hugmyndafræðingum Vinstri grænna sem stýra forsætis- og heilbrigðisráðuneytinu, setti spurningamerki við afstöðu Kára. Góður borgari, eða hvað? „Skil ég það rétt að hinn samfélagslega meðvitaði Kári Stefánsson hafi slegið sér á brjóst og ætlað sem góður borgari á krísutímum að hjálpa til við að skima hálfa þjóðina fyrir veirunni... en svo þegar honum var sagt að hann mætti ekki hirða lífsýnin í gagnabankann sinn hafi hann hætt við?“ velti Stefán fyrir sér í kvöld. Ekki stóð á svörum og til svara var meðal annars Kári sjálfur. „Við sóttum ekki um leyfi til þess að gera nokkurn skapaðan hlut þannig að okkur var ekki synjað um neitt. Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Talsmaður vísindasiðanefndar sem forstjóri Persónuverndar hafi talað við muni hafa komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining ætlaði að vinna vísindarannsókn en ekki þjónusta. Þess vegna yrði að skrifa umsókn. „Ég get ekki skrifað umsókn um leyfi til þess að framkvæma vísindarannsókn af því ég ætlaði ekki að framkvæma vísindarannsókn. Þetta er einfalt mál. Í þessari afstöðu talsmannsins Vísindasiðanefndar (og færslu þinni) endurspeglast afstaða sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum þurft að takast á við síðastliðin 23 ár sem er að það sem við séum að gera sé á einhvern máta grunsamlegt og ljótt og beri að skoða öllu öðru betur þrátt fyrir að við höfum lýst því betur á prenti en nokkru öðru því sem gert er á Íslandi.“ Það hafi þau gert í sex hundruð vísindagreinum. Að neðan má sjá þegar Alma Möller landlæknir greindi frá viðræðum við Kára á blaðamannafundi í gær. Svandís skerst í leikinn Svandís Svavarsdóttir fylgist greinilega vel með málum á laugardagskvöldi og tjáir sig á Facebook. Er hún fullviss að þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir standi saman í þessu máli. Og muni finna lausn. „Við landlæknir og sóttvarnarlæknir erum sammála um að tilboð Íslenskrar erfðagreiningar við þessar fordæmalausu aðstæður sé mikilvægt framlag til lýðheilsu og sóttvarna. Við viljum leggja okkar af mörkum til að af framlagi ÍE geti orðið og trúum því að það geti gerst hratt.“ Í 16. grein sóttvarnalaga segir að ráðherra geti falið ákveðnum rannsóknastofum að ábyrgjast greiningu örvera eða sníkjudýra úr sýnum frá sjúklingum með smitsjúkdóma og fylgjast með ónæmisástandi einstaklinga gegn þýðingarmiklum smitnæmum sjúkdómum. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gera hins vegar athugasemdir við skimunina að sögn Kára. Um vísindarannsókn sé að ræða og því þurfi Íslensk erfðagreining, lögum samkvæmt, að sækja um leyfi. Segir alls ekki um vísindarannsókn að ræða Kári sagðist á Facebook í kvöld ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn af hugmyndafræðingum Vinstri grænna sem stýra forsætis- og heilbrigðisráðuneytinu, setti spurningamerki við afstöðu Kára. Góður borgari, eða hvað? „Skil ég það rétt að hinn samfélagslega meðvitaði Kári Stefánsson hafi slegið sér á brjóst og ætlað sem góður borgari á krísutímum að hjálpa til við að skima hálfa þjóðina fyrir veirunni... en svo þegar honum var sagt að hann mætti ekki hirða lífsýnin í gagnabankann sinn hafi hann hætt við?“ velti Stefán fyrir sér í kvöld. Ekki stóð á svörum og til svara var meðal annars Kári sjálfur. „Við sóttum ekki um leyfi til þess að gera nokkurn skapaðan hlut þannig að okkur var ekki synjað um neitt. Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ segir Kári. Talsmaður vísindasiðanefndar sem forstjóri Persónuverndar hafi talað við muni hafa komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining ætlaði að vinna vísindarannsókn en ekki þjónusta. Þess vegna yrði að skrifa umsókn. „Ég get ekki skrifað umsókn um leyfi til þess að framkvæma vísindarannsókn af því ég ætlaði ekki að framkvæma vísindarannsókn. Þetta er einfalt mál. Í þessari afstöðu talsmannsins Vísindasiðanefndar (og færslu þinni) endurspeglast afstaða sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum þurft að takast á við síðastliðin 23 ár sem er að það sem við séum að gera sé á einhvern máta grunsamlegt og ljótt og beri að skoða öllu öðru betur þrátt fyrir að við höfum lýst því betur á prenti en nokkru öðru því sem gert er á Íslandi.“ Það hafi þau gert í sex hundruð vísindagreinum. Að neðan má sjá þegar Alma Möller landlæknir greindi frá viðræðum við Kára á blaðamannafundi í gær. Svandís skerst í leikinn Svandís Svavarsdóttir fylgist greinilega vel með málum á laugardagskvöldi og tjáir sig á Facebook. Er hún fullviss að þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir standi saman í þessu máli. Og muni finna lausn. „Við landlæknir og sóttvarnarlæknir erum sammála um að tilboð Íslenskrar erfðagreiningar við þessar fordæmalausu aðstæður sé mikilvægt framlag til lýðheilsu og sóttvarna. Við viljum leggja okkar af mörkum til að af framlagi ÍE geti orðið og trúum því að það geti gerst hratt.“ Í 16. grein sóttvarnalaga segir að ráðherra geti falið ákveðnum rannsóknastofum að ábyrgjast greiningu örvera eða sníkjudýra úr sýnum frá sjúklingum með smitsjúkdóma og fylgjast með ónæmisástandi einstaklinga gegn þýðingarmiklum smitnæmum sjúkdómum. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21
Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13