Freddie Ljungberg, sem hefur stýrt Arsenal í síðustu leikjum, vandar Mesut Özil ekki kveðjurnar og segir að framkoma hans í leiknum gegn Manchester City um síðustu helgi hafi ekki verið boðlega.
Þeim þýska var skipt af velli í síðari hálfleiknum gegn City á heimavelli er Arsenal var 3-0 undir. Hann rölti af velli og sparkaði svo hönskunum sínum við litla hrifningu stuðningsmanna Arsenal.
Özil var ekki í leikmannahópnum í markalausu jafntefli gegn Everton í gær en Ljungberg segir að hann hefði ekki valið hann í hópinn - þó að hann hefði verið heill fyrir leikinn í dag.
„Ég var spurður eftir leikinn út í Mesut. Hann labbaði af vellinum gegn City og sparkaði hönskunum sínum. Stuðningsmennirnir voru ekki sáttir,“ sagði Svíinn í samtali við fjölmiðla í leikslok.
„Ég var spurður út í þetta og ég sagði að í Arsenal þá högum við okkur ekki svona og þetta gerum við ekki. Ég stend við það. Mesut var meiddur en ég hefði ekki valið hann í hópinn hefði hann verið heill.“
Ljungberg on Ozil: “He walked off, took his things and kicked them. I said at Arsenal, that’s not how we behave. Mesut was injured but I would not have picked him for the squad because I want to make a stance that that’s not what I accept from an Arsenal football player." pic.twitter.com/oyVmGikUGu
— Charles Watts (@charles_watts) December 21, 2019
„Svona hagar þú þér ekki þegar þú ert leikmaður Arsenal. Þetta er mín ákvörðun og ég mun ekki þurfa taka þessa ákvörðun aftur en þetta eru mínar pælingar,“ sagði Ljungberg.
Ljungberg hefur nú lokið starfi sínu sem bráðabirgðarstjóri Arsenal en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig.