Jón Daði í byrjunarliðinu í þriðja leiknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. desember 2019 17:22 Jón Daði og félagar eru í 11. sæti ensku B-deildarinnar. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem gerði jafntefli við Cardiff City, 1-1, í ensku B-deildinni í dag. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem Selfyssingurinn er í byrjunarliðinu. Millwall og Cardiff eru jöfn að stigum í 11.-12. sæti deildarinnar. Topplið West Brom tapaði tveimur stigum gegn Barnsley á útivelli. Lokatölur 1-1. Aapo Halme skoraði jöfnunarmark Barnsley á lokamínútunni. Brentford lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar með 3-1 sigri á Swansea City. Ollie Watkins skoraði tvö mörk fyrir Brentford en hann er þriðji markahæstur í deildinni með 15 stig. Bobby Reid tryggði Fulham stig gegn Luton Town þegar hann skoraði á 93. mínútu. Lokatölur 3-3. Fulham er í 5. sæti deildarinnar. Enski boltinn
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem gerði jafntefli við Cardiff City, 1-1, í ensku B-deildinni í dag. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem Selfyssingurinn er í byrjunarliðinu. Millwall og Cardiff eru jöfn að stigum í 11.-12. sæti deildarinnar. Topplið West Brom tapaði tveimur stigum gegn Barnsley á útivelli. Lokatölur 1-1. Aapo Halme skoraði jöfnunarmark Barnsley á lokamínútunni. Brentford lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar með 3-1 sigri á Swansea City. Ollie Watkins skoraði tvö mörk fyrir Brentford en hann er þriðji markahæstur í deildinni með 15 stig. Bobby Reid tryggði Fulham stig gegn Luton Town þegar hann skoraði á 93. mínútu. Lokatölur 3-3. Fulham er í 5. sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti