Staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool sé að enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 10:00 Jordan Henderson og Andy Robertson fagna hér liðsfélaga sínum Trent Alexander-Arnold sem átti stórleik í gær. Getty/Alex Pantling Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira