Heitir því að koma þingmanni í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 21:59 Duncan Hunter mætti fyrir dómara í dag og játaði að hafa misnotað kosningasjóði sína. AP/Gregory Bull Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars. Bandaríkin Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars.
Bandaríkin Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira