Von um frið en uggur um efndir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 06:36 Nú er stóra spurningin hvort Ísraelar láta af árásum sínum og Hamas láti gíslana lausa. Getty/Abdalhkem Abu Riash Yfirlýst samkomulag milli Ísraels og Hamas um fyrsta áfanga friðarsamninga hefur vakið vonir um tímamót á Gasa en margt er óljóst og framhaldið háð því að báðir aðilar standi undir væntingum. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fagnað samkomulaginu og segir Sameinuðu þjóðirnar munu styðja við framfylgni þeirra, meðal annars með aukinni neyðaraðstoð og aðstoð við enduruppyggingu Gasa. Guterres hvatti alla aðila til að standa við skilmála samkomulagsins, þar á meðal laus gísla og varanlegt vopnahlé. „Þjáningin verður að taka enda,“ sagði hann. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hafa sömuleiðis tekið fregnunum fagnandi og hvatt aðila til að standa við gefin loforð. Starmer sagði samkomulagið mikinn létti fyrir heimsbyggðina alla. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði yfirvofandi lausn gíslanna sem enn eru í haldi Hamas „blessun“. Fregnunum var einnig fagnað af íbúum Gasa, sem sumir þökkuðu Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir sinn þátt. „Ég vona að næstu dagar færi okkur góð tíðindi og að við og ástvinir okkar fáum að upplifa öryggi,“ hefur BBC eftir Mousa, lækni í Deir al-Balah á Gasa. Hann sagði erfiða tíma framundan þar sem svæðið hefði verið lagt í rúst en að fyrirheit um öryggi skipti sköpum. Aðrir upplifðu blendnar tilfinningar og lýstu efasemdum um að Ísraelar myndu standa við sitt. „Við trúum og trúum ekki. Við höfum blendnar tilfiningar, sveiflumst milli hamingju og sorgar, minningar... allt er í hrærigraut.“ Innviðir væru ekki það eina sem biði endurreisnar, heldur einnig sálarlíf íbúa. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fagnað samkomulaginu og segir Sameinuðu þjóðirnar munu styðja við framfylgni þeirra, meðal annars með aukinni neyðaraðstoð og aðstoð við enduruppyggingu Gasa. Guterres hvatti alla aðila til að standa við skilmála samkomulagsins, þar á meðal laus gísla og varanlegt vopnahlé. „Þjáningin verður að taka enda,“ sagði hann. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hafa sömuleiðis tekið fregnunum fagnandi og hvatt aðila til að standa við gefin loforð. Starmer sagði samkomulagið mikinn létti fyrir heimsbyggðina alla. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði yfirvofandi lausn gíslanna sem enn eru í haldi Hamas „blessun“. Fregnunum var einnig fagnað af íbúum Gasa, sem sumir þökkuðu Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir sinn þátt. „Ég vona að næstu dagar færi okkur góð tíðindi og að við og ástvinir okkar fáum að upplifa öryggi,“ hefur BBC eftir Mousa, lækni í Deir al-Balah á Gasa. Hann sagði erfiða tíma framundan þar sem svæðið hefði verið lagt í rúst en að fyrirheit um öryggi skipti sköpum. Aðrir upplifðu blendnar tilfinningar og lýstu efasemdum um að Ísraelar myndu standa við sitt. „Við trúum og trúum ekki. Við höfum blendnar tilfiningar, sveiflumst milli hamingju og sorgar, minningar... allt er í hrærigraut.“ Innviðir væru ekki það eina sem biði endurreisnar, heldur einnig sálarlíf íbúa.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira