Engan óraði fyrir framhaldinu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 21:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi um ástandið á Gasa. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. „Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira