„Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 10:00 Leikmenn Liverpool fagna marki í gærkvöldi. Getty/Andrew Powell Það eru bara níu umferðir búnar að ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnuspekingur Sky Sports var samt alveg klár í að henda út risastórri yfirlýsingu. Liverpool er með sex stiga forystu á Mancheter City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrstu stigum sínum í leik númer níu þegar Liverpool menn björguðu stigi á móti Manchester United á Old Trafford um síðustu helgi. Paul Merson var mættur í settið hjá Sky Sports í gærkvöldi þar sem farið var yfir Liverpool-liðið. Liverpool 4-1 útisigur á belgíska félaginu Genk í gær og Merson var spurður út í mat sitt á Liverpool liðinu á þessari stundu eins og sjá má hér fyrir neðan."I think if they beat them, that's it" "Bit early to say that in November, surely?" Paul Merson thinks if Liverpool defeat Man City at Anfield in November, they will wrap up the Premier League title Watch The Debate on Sky Sports Premier League #LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/YESx5VMVxt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 23, 2019„Liverpool var ekki að tapa stigum á Old Trafford heldur var þetta unnið stig hjá liðinu. Leikirnir á móti Manchester United eru eins og bikarúrslitaleikir. Þeir sem horfðu á leikinn voru líka að velta því fyrir sér af hverju United liðið spilar ekki svona vel í hverri viku,“ sagði Paul Merson. „Sex stiga forskot er ennþá mikið forskot og Liverpool tekur á móti Manchester City á heimavelli sínum áður en þeir mæta þeim á útivelli,“ sagði Merson en Liverpool fær Manchester City í heimsókn á Anfield 11. nóvember næstkomandi. „Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim,“ sagði Merson en er ekki full snemmt að koma með slíkar yfirlýsingar? „Við erum að tala um lið sem tapaði aðeins einum leik á síðasta tímabili og hefur unnið alla leiki nema einn á þessu tímabili og sá endaði með jafntefli. Þetta er ekki fótboltalið sem er að fara að tapa fimm leikjum eftir það því það þyrfti að gerast. Manchester City vinnur aldrei alla leikina sína,“ sagði Merson. Paul Merson spilaði yfir 300 leiki með Arsenal og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með félaginu. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Það eru bara níu umferðir búnar að ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnuspekingur Sky Sports var samt alveg klár í að henda út risastórri yfirlýsingu. Liverpool er með sex stiga forystu á Mancheter City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrstu stigum sínum í leik númer níu þegar Liverpool menn björguðu stigi á móti Manchester United á Old Trafford um síðustu helgi. Paul Merson var mættur í settið hjá Sky Sports í gærkvöldi þar sem farið var yfir Liverpool-liðið. Liverpool 4-1 útisigur á belgíska félaginu Genk í gær og Merson var spurður út í mat sitt á Liverpool liðinu á þessari stundu eins og sjá má hér fyrir neðan."I think if they beat them, that's it" "Bit early to say that in November, surely?" Paul Merson thinks if Liverpool defeat Man City at Anfield in November, they will wrap up the Premier League title Watch The Debate on Sky Sports Premier League #LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/YESx5VMVxt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 23, 2019„Liverpool var ekki að tapa stigum á Old Trafford heldur var þetta unnið stig hjá liðinu. Leikirnir á móti Manchester United eru eins og bikarúrslitaleikir. Þeir sem horfðu á leikinn voru líka að velta því fyrir sér af hverju United liðið spilar ekki svona vel í hverri viku,“ sagði Paul Merson. „Sex stiga forskot er ennþá mikið forskot og Liverpool tekur á móti Manchester City á heimavelli sínum áður en þeir mæta þeim á útivelli,“ sagði Merson en Liverpool fær Manchester City í heimsókn á Anfield 11. nóvember næstkomandi. „Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim,“ sagði Merson en er ekki full snemmt að koma með slíkar yfirlýsingar? „Við erum að tala um lið sem tapaði aðeins einum leik á síðasta tímabili og hefur unnið alla leiki nema einn á þessu tímabili og sá endaði með jafntefli. Þetta er ekki fótboltalið sem er að fara að tapa fimm leikjum eftir það því það þyrfti að gerast. Manchester City vinnur aldrei alla leikina sína,“ sagði Merson. Paul Merson spilaði yfir 300 leiki með Arsenal og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með félaginu. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira