Kæra Lilja Alfreðsdóttir Áslaug Thorlacius skrifar 10. október 2019 07:04 Þakka þér fyrir frábæra grein sem birtist í tilefni af Alþjóðlegum degi kennara, þar sem þú minnir á mikilvægi sköpunar í skólastarfi. Greinin er liður í átaki til að efla starf kennarans sem ég vil líka hrósa þér fyrir. Það er þarft verkefni. Þó hlýt ég að benda á að á sama tíma og nemendum í kennaranámi bjóðast styrkir og laun, heldur menntamálaráðuneytið launum frábærra listgreinakennara niðri með engum eða óásættanlegum þjónustusamningum við einkarekna listaskóla. Ég þekki best til samnings Myndlistaskólans í Reykjavík en hann er þrískiptur og að stærstum hluta óverðtryggður. Upphæðirnar sem við fáum með ársnemanda hafa sumar staðið í sömu krónutölu frá upphafi árs 2015. Einn hluti samningsins fékk einmitt verðtryggingu 1. janúar 2015 en krónutalan sem lá til grundvallar var sú sama og við fengum árið 2011 þannig að hún var þá þegar algjörlega úr takti við allt raunhæft. Samningurinn sjálfur er fyrir löngu útrunninn en vegna vandræða innan ráðuneytisins er hann sífellt endurnýjaður í óbreyttri mynd. Þannig fáum við engan afslátt af okkar skyldum heldur skulu sömu verkefni áfram unnin fyrir sömu, gömlu úreltu krónutöluna! Það hljóta allir að sjá að slíkur rekstur endar illa í landi þar sem verðlag er ekki mjög stöðugt. Kennarahópur Myndlistaskólans er frábær – listamenn og hönnuðir í fremstu röð og meirihlutinn með listkennslufræði til viðbótar við langt nám í sinni grein. Við erum stolt af okkar gamalgróna skóla og ég af mínu starfi – fyrir utan launin sem skólinn greiðir starfsfólki sínu en í samskiptum við ráðuneyti þitt er ég minni máttar og fæ litlu breytt. Í ljósi þinna eigin orða skora ég því á þig að sjá til þess að ráðuneyti þitt hætti að hlunnfara listamenn í kennslu. Það þarf að laga vonda samninga við listaskóla og semja við þá sem engan samning hafa.Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík og formaður Samtaka sjálfstæðra listaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Skóla - og menntamál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þakka þér fyrir frábæra grein sem birtist í tilefni af Alþjóðlegum degi kennara, þar sem þú minnir á mikilvægi sköpunar í skólastarfi. Greinin er liður í átaki til að efla starf kennarans sem ég vil líka hrósa þér fyrir. Það er þarft verkefni. Þó hlýt ég að benda á að á sama tíma og nemendum í kennaranámi bjóðast styrkir og laun, heldur menntamálaráðuneytið launum frábærra listgreinakennara niðri með engum eða óásættanlegum þjónustusamningum við einkarekna listaskóla. Ég þekki best til samnings Myndlistaskólans í Reykjavík en hann er þrískiptur og að stærstum hluta óverðtryggður. Upphæðirnar sem við fáum með ársnemanda hafa sumar staðið í sömu krónutölu frá upphafi árs 2015. Einn hluti samningsins fékk einmitt verðtryggingu 1. janúar 2015 en krónutalan sem lá til grundvallar var sú sama og við fengum árið 2011 þannig að hún var þá þegar algjörlega úr takti við allt raunhæft. Samningurinn sjálfur er fyrir löngu útrunninn en vegna vandræða innan ráðuneytisins er hann sífellt endurnýjaður í óbreyttri mynd. Þannig fáum við engan afslátt af okkar skyldum heldur skulu sömu verkefni áfram unnin fyrir sömu, gömlu úreltu krónutöluna! Það hljóta allir að sjá að slíkur rekstur endar illa í landi þar sem verðlag er ekki mjög stöðugt. Kennarahópur Myndlistaskólans er frábær – listamenn og hönnuðir í fremstu röð og meirihlutinn með listkennslufræði til viðbótar við langt nám í sinni grein. Við erum stolt af okkar gamalgróna skóla og ég af mínu starfi – fyrir utan launin sem skólinn greiðir starfsfólki sínu en í samskiptum við ráðuneyti þitt er ég minni máttar og fæ litlu breytt. Í ljósi þinna eigin orða skora ég því á þig að sjá til þess að ráðuneyti þitt hætti að hlunnfara listamenn í kennslu. Það þarf að laga vonda samninga við listaskóla og semja við þá sem engan samning hafa.Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík og formaður Samtaka sjálfstæðra listaskóla.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar