Bylting á skólastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. október 2019 14:45 Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun