Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Andri Eysteinsson skrifar 17. október 2019 18:08 Forseti Bandaríkjanna á teig við glæsilegan golfskála National Doral Miami þar sem fundur G7 ríkjanna fer fram. Getty/Johnny Louis Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira