Hnéskelin fór úr lið hjá besta leikmanni NFL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 10:00 Patrick Mahomes liggur þjáður á vellinum í nótt. AP/David Zalubowski Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019 NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira