„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 15:55 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot/Stöð 2 Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30