Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2019 11:24 Skúli Eggert ríkisendurskoðandi en þau Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð og Magnús Geir Þórðarson hjá RUV mega vænta stjórnsýslúttekar á störfum stofnana sem þau veita forstöðu bráðlega. „Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36