Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 08:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill breytingar á stöðu Ríkisútvarpsins. VÍSIR/VILHELM Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent