Fjármálaráðherra líti sér nær Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. september 2019 07:00 Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Tengdar fréttir Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30 Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert.
Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar