Sænski dómarinn ákvað að þremenningarnir skyldu látnir lausir og þeim frjálst að yfirgefa Svíþjóð þar til dómurinn verði kveðinn upp í máli þeirra þann 14. ágúst.
Rocky og tveir lífverðir hans voru ákærðir fyrir að ganga í skrokk á nítján ára sænskum manni að kvöldi dags 30. júní. Meint árás náðist á myndbandsupptöku og er hún á meðal aðalsönnunargagna í málinu. Þremenningarnir segjast allir vera saklausir og segjast hafa brugðist við áreitni þess sænska með sjálfsvörn.
Málið vatt fljótt upp á sig og mátti litlu muna að milliríkjadeila væri í uppsiglingu því Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra í Svíþjóð, til að reyna að sannfæra hann um að beita sér fyrir því að A$AP yrði látinn laus sem allra fyrst.
Löfven sagði að í Svíþjóð væri þrískipting ríkisvalds og að hann, mætti ekki í krafti framkvæmdarvaldsins, beita áhrifum sínum innan dómskerfisins. Trump var ekki ánægður með svör sænska forsætisráðherrans.
Trump fagnaði þó niðurstöðu dómarans í dag og lét í ljós ánægju sína á Twitter.
A$AP Rocky released from prison and on his way home to the United States from Sweden. It was a Rocky Week, get home ASAP A$AP!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019
Slobodan Jovicic, lögmaður rapparans, sagði að hann væri sáttur. Hann hefði sett sér tvö markmið, annað þeirra væri að Rocky yrði látinn laus í dag en hinn er að hann verði sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir tæpar tvær vikur. „Við verðum bara að bíða og sjá“.
Rapparinn birti þá instagram-færslu í dag þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir að hafa staðið með sér. Hann sagðist ekki geta lýst því með orðum hvað hann væri þeim þakklátur. Síðastliðinn mánuður hafi reynst honum afar erfiður en hann væri auðmjúkari fyrir vikið.
THANK YOU FROM THE BOTTOM OF MY HEART TO ALL OF MY FANS, FRIENDS AND ANYONE ACROSS THE GLOBE WHO SUPPORTED ME DURING THESE LAST FEW WEEKS I CANT BEGIN TO DESCRIBE HOW GRATEFUL I AM FOR ALL OF YOU THIS HAS BEEN A VERY DIFFICULT AND HUMBLING EXPERIENCE I WANT TO THANK THE COURT FOR ALLOWING ME BLADI AND THOTO TO RETURN TO OUR FAMILY AND FRIENDS THANKS AGAIN FOR ALL OF THE LOVE AND SUPPORTView this post on Instagram
A post shared by PRETTY FLACKO (@asaprocky) on Aug 2, 2019 at 11:39am PDT