Brostu þó illa tenntur sért Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun