Ætlaði að fljúga með WOW fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 17:48 WOW air varð gjaldþrota í lok mars síðastliðins. vísir/vilhelm Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi. Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi.
Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira