„Svona gerir maður ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 19:30 Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira