Innlent

Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem nú gengur yfir stóran hluta landsins. 

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Grænafell á Fagradal og Hringvegurinn verður áfram lokaður fram til morguns.

Að auki fjöllum við um málið óhugnanlega í Hafnarfirði þar sem maður er ákærður fyrir að hafa brotist inn í hús í bænum og nauðgað tíu ára gömlum dreng. Hinn grunaði sendi frá yfirlýsingu til fjölmiðla í morgun þar sem hann ber af sér sakir. 

Einnig förum við yfir stöðuna í Íran og fjöllum áfram um stöðu lestrarkennslu hér á landi í kjölfar ummæla Ingu Sæland sem nú hefur tekið við í menntamálaráðuneytinu.

Í sportpakkanum fjöllum við um nýjan þjálfara hjá ÍBV í fótboltanum og fjöllum um bikarkeppnina í körfu.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 12. janúar 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×