Innlent

Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnar­firði

Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa
Meint brot var framið í Hafnarfirði.
Meint brot var framið í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því að maðurinn hefði verið ákærður.

Samkvæmt heimildum Vísis tengjast maðurinn og stúlkan fjölskylduböndum en Karl Ingi kveðst ekkert geta staðfest í þeim efnum. Hann segir að málið verði þingfest í vikunni og að fallist hafi verið á kröfu um að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×