Telja sennilegt að ökumaðurinn hefði bjargast hefði hann verið í bílbelti Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 15:12 Loftmynd af slysavettvangi. Leið bifreiðarinnar er merkt með gulu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira