Engin venjuleg tengsl Jill Esposito skrifar 7. júní 2019 07:00 Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun