Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 10:58 Grenell var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/Getty Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“ Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“
Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26