Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 10:58 Grenell var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/Getty Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“ Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“
Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26