Trump hvetur fólk til bólusetninga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var öllu vísindalegri í málflutningi sínum um bólusetningar í gær en hann hefur áður verið. Vísir/EPA Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00