Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 16:12 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, nýtti óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis í að skjóta föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, en Sigmundur vitnaði í ársgamla ræðu hans og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í framhaldinu hvort hún gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu í raforkumálum. Alþingi kom saman í dag að loknu páskaleyfi. Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnatíma klukkan 15.00. Sigmundur tók fyrstur þingmanna til máls og hóf að lesa brot úr ræðu Bjarna frá því 22. mars í fyrra þar sem hann ræddi um raforkumarkaðsmál. „Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi háttvirts þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni sem þá gaf ekki mikið fyrir þau rök að Ísland væri þegar undir því. „Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“ spurði Bjarni.Spyr hvort Katrín vilji þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingar Sigmundur beindi spurningu sinni til Katrínar. „Því spyr ég, minnugur þessarar góðu ræðu hæstvirts fjármálaráðherra - sem hæstvirtur forsætisráðherra hlýtur að muna eftir líka - er hæstvirtur ráðherra sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra? Og ef svo er getur ráðherrann aðstoðað hæstvirtan fjármálaráðherra við að fylgja eftir þeirri skoðun og þeirri stefnu sem hann lýsti hér svo vel í ræðu sinni fyrir rétt rúmu ári síðan? Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra getur ráðið og rekið ráðherra Sjálfstæðisflokksins og hlýtur fyrir vikið að geta veitt Sjálfstæðisflokknum aðstoð nú við að framfylgja stefnu þess flokks eða ætlar hæstvirtur forsætisráðherra frekar að þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingarinnar við að ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu?“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að vandað hefði verið til verka í tengslum við þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann.vísir/vilhelmÞriðji orkupakkinn liður í tveggja stoða lausn Katrín svaraði um hæl að hún væri greinilega ekki jafn mikill aðdáandi Bjarna og Sigmundur afhjúpaði sig sem í ljósi þess að hún myndi ekki eftir ræðu Bjarna. Ræðan hafi þó vafalaust verið eftirminnileg. Hún segir að þriðji orkupakkinn sé liður í innleiðingu tveggja stoða lausnarinnar líkt og gert hefur verið í öðrum málum. „Á meðan við erum innan EFTA þá höfum við lagt áherslu á tveggja stoða lausnir hvort sem það er á sviði fjármálaeftirlits eða orkueftirlits og það á auðvitað við í þessu máli eins og öðru.“ Katrín bendir á að í þingsályktunartillögunni sem þingið hafi til meðferðar séu fyrirvarar „sem standast fullkomlega þá skoðun að við erum ekki knúin til að leggja hér sæstreng.“ Sæstrengur yrði ekki lagður nema Alþingi tæki ákvörðun þess efnis í framtíðinni. Katrín sagði að auk fyrirvaranna við sjálfa þingsályktunartillöguna sé búið að leggja fram frumvarp sem felur það í sér að sæstrengur verði ekki lagður til Íslands nema með samþykki Alþingis. „Það er töluvert önnur stefna en háttvirtur þingmaður stóð sjálfur fyrir þegar hann fór hér til Bretlands og undirritaði sérstaka viljayfirlýsingu um sæstreng með forsætisráðherra Bretlands á þeim tíma. Ég er á leiðinni til Bretlands og ég ætla ekki að skrifa undir viljayfirlýsingu um sæstreng með núverandi forsætisráðherra Bretlands,“ sagði Katrín og uppskar hróp og framíköll úr sal: „Það er rangt!“. Katrín sagði hér væri vandað til verka. „Ég legg á það áherslu að háttvirt utanríkismálanefnd gefi sér tíma til að fara yfir þetta mál og fari yfir öll þau vafaatriði sem uppi kunna að vera þannig að háttvirtir þingmenn geti tekið afstöðu með upplýstum hætti síðar í vor.“ Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15 Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06 Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, nýtti óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis í að skjóta föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, en Sigmundur vitnaði í ársgamla ræðu hans og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í framhaldinu hvort hún gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu í raforkumálum. Alþingi kom saman í dag að loknu páskaleyfi. Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnatíma klukkan 15.00. Sigmundur tók fyrstur þingmanna til máls og hóf að lesa brot úr ræðu Bjarna frá því 22. mars í fyrra þar sem hann ræddi um raforkumarkaðsmál. „Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi háttvirts þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni sem þá gaf ekki mikið fyrir þau rök að Ísland væri þegar undir því. „Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“ spurði Bjarni.Spyr hvort Katrín vilji þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingar Sigmundur beindi spurningu sinni til Katrínar. „Því spyr ég, minnugur þessarar góðu ræðu hæstvirts fjármálaráðherra - sem hæstvirtur forsætisráðherra hlýtur að muna eftir líka - er hæstvirtur ráðherra sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra? Og ef svo er getur ráðherrann aðstoðað hæstvirtan fjármálaráðherra við að fylgja eftir þeirri skoðun og þeirri stefnu sem hann lýsti hér svo vel í ræðu sinni fyrir rétt rúmu ári síðan? Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra getur ráðið og rekið ráðherra Sjálfstæðisflokksins og hlýtur fyrir vikið að geta veitt Sjálfstæðisflokknum aðstoð nú við að framfylgja stefnu þess flokks eða ætlar hæstvirtur forsætisráðherra frekar að þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingarinnar við að ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu?“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að vandað hefði verið til verka í tengslum við þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann.vísir/vilhelmÞriðji orkupakkinn liður í tveggja stoða lausn Katrín svaraði um hæl að hún væri greinilega ekki jafn mikill aðdáandi Bjarna og Sigmundur afhjúpaði sig sem í ljósi þess að hún myndi ekki eftir ræðu Bjarna. Ræðan hafi þó vafalaust verið eftirminnileg. Hún segir að þriðji orkupakkinn sé liður í innleiðingu tveggja stoða lausnarinnar líkt og gert hefur verið í öðrum málum. „Á meðan við erum innan EFTA þá höfum við lagt áherslu á tveggja stoða lausnir hvort sem það er á sviði fjármálaeftirlits eða orkueftirlits og það á auðvitað við í þessu máli eins og öðru.“ Katrín bendir á að í þingsályktunartillögunni sem þingið hafi til meðferðar séu fyrirvarar „sem standast fullkomlega þá skoðun að við erum ekki knúin til að leggja hér sæstreng.“ Sæstrengur yrði ekki lagður nema Alþingi tæki ákvörðun þess efnis í framtíðinni. Katrín sagði að auk fyrirvaranna við sjálfa þingsályktunartillöguna sé búið að leggja fram frumvarp sem felur það í sér að sæstrengur verði ekki lagður til Íslands nema með samþykki Alþingis. „Það er töluvert önnur stefna en háttvirtur þingmaður stóð sjálfur fyrir þegar hann fór hér til Bretlands og undirritaði sérstaka viljayfirlýsingu um sæstreng með forsætisráðherra Bretlands á þeim tíma. Ég er á leiðinni til Bretlands og ég ætla ekki að skrifa undir viljayfirlýsingu um sæstreng með núverandi forsætisráðherra Bretlands,“ sagði Katrín og uppskar hróp og framíköll úr sal: „Það er rangt!“. Katrín sagði hér væri vandað til verka. „Ég legg á það áherslu að háttvirt utanríkismálanefnd gefi sér tíma til að fara yfir þetta mál og fari yfir öll þau vafaatriði sem uppi kunna að vera þannig að háttvirtir þingmenn geti tekið afstöðu með upplýstum hætti síðar í vor.“
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15 Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06 Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15
Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06
Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04