Hæstiréttur synjar um málskot vegna óvissu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. apríl 2019 07:15 Hæstiréttur synjaði beiðnum um málskot vegna óvissu. Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira