Martin Hermannsson og liðsfélagar hans hjá þýska liðinu Alba Berlin mæta spænska liðinu Valencia í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitum Evrópubikarsins í körfubolta karla á Spáni.
Staðan í einvígi liðanna er jöfn 1-1 en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að verða meistari og því er um hreinan úrslitaleik að ræða í Valencia í kvöld.
Martin hefur látið mikið að sér kveða í fyrstu tveimur leikjunum en hann var næst stigahæstur með 16 stig í tapi Alba Berlin í fyrsta leiknum og skoraði svo 14 stig þegar lið hans jafnaði metin með sigri eftir framlengdan leik í Berlín á föstudagskvöldið síðastliðið.
Alba Berlin hefur náð góðum árangri á fyrstu leiktíð Martins með liðinu en liðið tapaði í bikarúrslitum, er í toppbaráttu deildarkeppninnar og getur tryggt sér sigur í Evrópubikarnum.
Liðið sem fer með sigur af hólmi í þessum leik og hampar titlinum tryggir sér sæti í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili.
Úrslitin ráðast hjá Martin
Hjörvar Ólafsson. skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


