Körfubolti

Sænsk landsliðskona til Grinda­víkur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ellen Nyström í baráttunni á Evrópumeistaramótinu í sumar.
Ellen Nyström í baráttunni á Evrópumeistaramótinu í sumar. FIBA via Getty Images

Grindavík hefur samið við sænsku landsliðskonuna Ellen Nyström um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Grindvíkingar greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum. Ellen kemur til liðsins frá spænska liðinu Zaragoza, þaðan sem hún hefur reynslu af efstu deild og Euroleague.

Áður hafði hún spilað í bandaríska háskólaboltanum frá árinu 2017.

Nyström hefur einnig verið fastamaður í sænska landsliðinu undanfarin ár og lék með Svíum á Evrópumeistaramótinu í sumar. Þar skilaði hún að meðaltali 6,7 stigum í leik, 3,3 fráköstum og 1,3 stoðsendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×