Barnabörnin grétu þegar eigandinn lét aðalstjörnu félagsins fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 15:00 Odell Beckham Jr. er mikil týpa. Getty/ Grant Halverson Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira