Barnabörnin grétu þegar eigandinn lét aðalstjörnu félagsins fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 15:00 Odell Beckham Jr. er mikil týpa. Getty/ Grant Halverson Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira
Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira