Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. mars 2019 07:15 Fossvogsskóla var lokað í gær fram á haust. Vísir/Sigtryggur Ari „Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06