Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 20:00 Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm
Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30
Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57