Twitter-forsetinn Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Twitter Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar