Yngri konur taka nánast jafn mikið í vörina og karlar Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2019 13:01 Karlar talsvert meira fyrir brennivínið en konur, sem ef til vill kemur ekki á óvart. Hins vegar er forvitnilegt hversu mjög yngri konur sækja í sig veðrið við að taka í vörina. getty Fimm prósent kvenna á aldrinum 18 til 34 ára taka tóbak í vör óreglulega. Hlutfallið í sama aldursflokki meðal karla er örlítið hærra eða sex prósent. Þetta kemur fram í nýútkomnum Talnabrunni Landlæknis. Þar er talnafræði lögð til grundvallar mati á almennu heilsufari en Gallup framkvæmir könnun fyrir Embætti landlæknis og var könnunin lögð fyrir mánaðarlega út árið 2018. „Úrtakið var 8.383 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, sem valdir voru af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og úr þjóðskrá. Þátttökuhlutfall var 53,4%.“Áfengisneysla ekki í rénun Áfengisneysla og tóbaksnotkun er sérstaklega til skoðunar að þessu sinni. Í ljós kemur að ölvunardrykkja er mun algengari meðal karla en kvenna í öllum aldurshópum. „Þá virðist aldur hafa lítil áhrif á vikulega ölvunardrykkju karla en hún er nokkuð svipuð milli allra aldurshópa. Samband virðist vera milli tíðni ölvunardrykkju og mati á áhættu við að drekka sig ölvaðan um hverja helgi.“LandlæknirÍ samantekt er vitnað sérstaklega í Hagstofuna sem segir að heildarneysla áfengis hafi aukist úr 6,8 l af hreinu áfengi á hvern íbúa 15 ára og eldri árið 2010 í rúmlega 7,7 l árið 2017. Landlæknir lýsir yfir nokkrum áhyggjum af þessu, eða þar sem áfengisneysla er að aukast og mikill meirihluti landsmanna segist ekki ætla að draga úr eða hætta að nota áfengi á næstu mánuðum, sé lítil von til þess að Ísland nái þeim markmiðum sem sett eru fram af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni fyrir árið 2025 að draga úr skaðlegri notkun áfengis um að minnsta kosti 10 prósent. „Skaðlegt neyslumynstur getur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar, s.s. slys, þróun langvinnra sjúkdóma og áfengissýki.“Konur duglegri við reykingarnar Enn dregur úr daglegum reykingum meðal fullorðinna Íslendinga. Í könnuninni kemur fram að daglegar reykingar eru algengastar hjá konum 55 ára og eldri. Og konur láta ekki sitt eftir liggja í að troða tóbaki í vör. Þar má greina aukningu. Fimmti hver karl á aldrinum 18 til 34 ára notar tóbak í vör daglega eða sjaldnar en daglega og er það aukning frá árinu 2017. Hins vegar dregur úr notkun tóbaks í vör hjá eldri körlum.Landlæknir„Í yngsta aldurshópum dregur úr notkun á rafrettum meðal karla en eykst meðal kvenna í sama aldurshópi. Til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis og tóbaks er mikilvægt að beita virkum og áhrifaríkum aðgerðum sem byggja á stefnumótun stjórnvalda. Sem dæmi má nefna virka verðstýringu, takmarkað aðgengi og aldurstakmörk við kaup á áfengi og tóbaki ásamt víðtækum takmörkunum á markaðssetningu áfengis og tóbaks.“Rafrettur ekki að leggja undir sig landið og miðin Rafrettur hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Árið 2018 mældist notkun á þeim meðal fullorðinna um 8 prósent, þar af nota 5 prósent þær daglega og 3 prósent sjaldnar.Landlæknir„Þetta samsvarar því að tæplega 20 þúsund manns hafi notað rafrettur daglega eða sjaldnar en daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Þetta er svipað hlutfall og mældist árið 2017,“ segir í Talnabrunninum. Karlar á aldreinum 18 til 34 eru sá hópur sem helst notar rafrettur eða 12 prósent. „Dregið hefur úr notkun á rafrettum meðal karla í þessum aldurshópi frá árinu 2017 en þá mældist hún rúmlega 15% þar af tæplega 9% daglega og rúmlega 6% sjaldnar en daglega. Ekki er mikil munur á milli kynja í þessum aldurshópi.“ Ef litið er til annarra aldurshópa kemur í ljós að karlar nota rafrettur meira en konur í aldurshópnum 35 til 54 ára en konur meira en karlar 55 ára og eldri. Áfengi og tóbak Heilsa Rafrettur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Fimm prósent kvenna á aldrinum 18 til 34 ára taka tóbak í vör óreglulega. Hlutfallið í sama aldursflokki meðal karla er örlítið hærra eða sex prósent. Þetta kemur fram í nýútkomnum Talnabrunni Landlæknis. Þar er talnafræði lögð til grundvallar mati á almennu heilsufari en Gallup framkvæmir könnun fyrir Embætti landlæknis og var könnunin lögð fyrir mánaðarlega út árið 2018. „Úrtakið var 8.383 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, sem valdir voru af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og úr þjóðskrá. Þátttökuhlutfall var 53,4%.“Áfengisneysla ekki í rénun Áfengisneysla og tóbaksnotkun er sérstaklega til skoðunar að þessu sinni. Í ljós kemur að ölvunardrykkja er mun algengari meðal karla en kvenna í öllum aldurshópum. „Þá virðist aldur hafa lítil áhrif á vikulega ölvunardrykkju karla en hún er nokkuð svipuð milli allra aldurshópa. Samband virðist vera milli tíðni ölvunardrykkju og mati á áhættu við að drekka sig ölvaðan um hverja helgi.“LandlæknirÍ samantekt er vitnað sérstaklega í Hagstofuna sem segir að heildarneysla áfengis hafi aukist úr 6,8 l af hreinu áfengi á hvern íbúa 15 ára og eldri árið 2010 í rúmlega 7,7 l árið 2017. Landlæknir lýsir yfir nokkrum áhyggjum af þessu, eða þar sem áfengisneysla er að aukast og mikill meirihluti landsmanna segist ekki ætla að draga úr eða hætta að nota áfengi á næstu mánuðum, sé lítil von til þess að Ísland nái þeim markmiðum sem sett eru fram af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni fyrir árið 2025 að draga úr skaðlegri notkun áfengis um að minnsta kosti 10 prósent. „Skaðlegt neyslumynstur getur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar, s.s. slys, þróun langvinnra sjúkdóma og áfengissýki.“Konur duglegri við reykingarnar Enn dregur úr daglegum reykingum meðal fullorðinna Íslendinga. Í könnuninni kemur fram að daglegar reykingar eru algengastar hjá konum 55 ára og eldri. Og konur láta ekki sitt eftir liggja í að troða tóbaki í vör. Þar má greina aukningu. Fimmti hver karl á aldrinum 18 til 34 ára notar tóbak í vör daglega eða sjaldnar en daglega og er það aukning frá árinu 2017. Hins vegar dregur úr notkun tóbaks í vör hjá eldri körlum.Landlæknir„Í yngsta aldurshópum dregur úr notkun á rafrettum meðal karla en eykst meðal kvenna í sama aldurshópi. Til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis og tóbaks er mikilvægt að beita virkum og áhrifaríkum aðgerðum sem byggja á stefnumótun stjórnvalda. Sem dæmi má nefna virka verðstýringu, takmarkað aðgengi og aldurstakmörk við kaup á áfengi og tóbaki ásamt víðtækum takmörkunum á markaðssetningu áfengis og tóbaks.“Rafrettur ekki að leggja undir sig landið og miðin Rafrettur hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Árið 2018 mældist notkun á þeim meðal fullorðinna um 8 prósent, þar af nota 5 prósent þær daglega og 3 prósent sjaldnar.Landlæknir„Þetta samsvarar því að tæplega 20 þúsund manns hafi notað rafrettur daglega eða sjaldnar en daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Þetta er svipað hlutfall og mældist árið 2017,“ segir í Talnabrunninum. Karlar á aldreinum 18 til 34 eru sá hópur sem helst notar rafrettur eða 12 prósent. „Dregið hefur úr notkun á rafrettum meðal karla í þessum aldurshópi frá árinu 2017 en þá mældist hún rúmlega 15% þar af tæplega 9% daglega og rúmlega 6% sjaldnar en daglega. Ekki er mikil munur á milli kynja í þessum aldurshópi.“ Ef litið er til annarra aldurshópa kemur í ljós að karlar nota rafrettur meira en konur í aldurshópnum 35 til 54 ára en konur meira en karlar 55 ára og eldri.
Áfengi og tóbak Heilsa Rafrettur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira