Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 21:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36