Sænsk leikstjarna hangir í Hólminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 15:00 Lena Endre er landsmönnum sem þekkja til Millenium þríleiksins að góðu kunn. Getty/Andrew H. Walker Sænska leikkonan Lena Endre lætur fara vel um sig í Stykkishólmi þessa dagana við tökur á átta þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið 20/20 fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Yellowbird. Saga film er í lykilhlutverki við tökurnar og segir Bergsveinn Jónsson tökustaðastjóri að öllum sé mikið í mun að allt sé í nánu samstarfi við íbúa í Stykkishólmi. Tökuliðið mætti í Stykkishólm í byrjun vikunnar og sást til Lenu Endre á veitingastaðnum Narfeyrarstofu þar sem reikna má með að verði gestkvæmt næstu daga. Greint var frá því á vef RÚV í nóvember að serían væri skrifuð af Jónasi Margeiri Ingólfssyni, Jóhanni Ævari Grímssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.Fjölmörg farartæki Samkvæmt heimildum Vísis gerist serían á Grænlandi þar sem fundur stendur yfir sem tengist loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Fóru handritshöfundar til Grænlands í fyrravetur og sagði Jónas Margeir í viðtali við RÚV að stuðst væri við sögur og atvik frá heimsókn þeirra þangað. Stykkishólmur virðist hafa verið valinn þar sem bærinn svipar á ýmsan hátt til bæja á Grænlandi. Er reiknað með því að tökur standi yfir að minnsta kosti til 13. mars. „Það er okkur mikið í mun að vinna í góðu samstarfi við ykkur kæru íbúar og er það okkur ofarlega í huga að þið verðið ekki fyrir óþægindum vegna starfs okkar. Okkur fylgja mikið af farartækjum ásamt nokkrir af stærri gerðinni og þó nokkuð umstang en við munum reyna að lágmarka umgang og truflun eins og mögulegt er,“ segir tökustjórinn Bergsveinn Jónsson á vef Stykkishólmsbæjar.Þekkt úr þríleik „Við komum til með að tilkynna ykkur reglulega í hvaða götum við komum til með að vera að vinna í með stuttum fyrirvara, og mun sú tilkynning birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Stykkishólmsbæjar. Ef eitthvað kemur upp á eða þið verðið fyrir ónæði eða óþægindum af okkar völdum biðjum við ykkur um að hika ekki við að hafa samband og munum við bregðast við eins fljótt og auðið er.“ Lena Endre, sem fagnar 64 ára afmæli í sumar, er aðdáendum kvikmynda eftir bókum Stieg Larsson að góðu kunn. Þar leikur hún Eriku Berger í myndunum Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Þá lék hún sömuleiðis í sjónvarpsþáttunum Wallander, í annarri þáttaröð, og í The Master, kvikmynd Paul Thomas Anderson, með Joaquin Phoenix, Phillip Seymour Hoffman, Amy Adams og Lauru Dern. Bíó og sjónvarp Stykkishólmur Tengdar fréttir Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Sænska leikkonan Lena Endre lætur fara vel um sig í Stykkishólmi þessa dagana við tökur á átta þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið 20/20 fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Yellowbird. Saga film er í lykilhlutverki við tökurnar og segir Bergsveinn Jónsson tökustaðastjóri að öllum sé mikið í mun að allt sé í nánu samstarfi við íbúa í Stykkishólmi. Tökuliðið mætti í Stykkishólm í byrjun vikunnar og sást til Lenu Endre á veitingastaðnum Narfeyrarstofu þar sem reikna má með að verði gestkvæmt næstu daga. Greint var frá því á vef RÚV í nóvember að serían væri skrifuð af Jónasi Margeiri Ingólfssyni, Jóhanni Ævari Grímssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.Fjölmörg farartæki Samkvæmt heimildum Vísis gerist serían á Grænlandi þar sem fundur stendur yfir sem tengist loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Fóru handritshöfundar til Grænlands í fyrravetur og sagði Jónas Margeir í viðtali við RÚV að stuðst væri við sögur og atvik frá heimsókn þeirra þangað. Stykkishólmur virðist hafa verið valinn þar sem bærinn svipar á ýmsan hátt til bæja á Grænlandi. Er reiknað með því að tökur standi yfir að minnsta kosti til 13. mars. „Það er okkur mikið í mun að vinna í góðu samstarfi við ykkur kæru íbúar og er það okkur ofarlega í huga að þið verðið ekki fyrir óþægindum vegna starfs okkar. Okkur fylgja mikið af farartækjum ásamt nokkrir af stærri gerðinni og þó nokkuð umstang en við munum reyna að lágmarka umgang og truflun eins og mögulegt er,“ segir tökustjórinn Bergsveinn Jónsson á vef Stykkishólmsbæjar.Þekkt úr þríleik „Við komum til með að tilkynna ykkur reglulega í hvaða götum við komum til með að vera að vinna í með stuttum fyrirvara, og mun sú tilkynning birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Stykkishólmsbæjar. Ef eitthvað kemur upp á eða þið verðið fyrir ónæði eða óþægindum af okkar völdum biðjum við ykkur um að hika ekki við að hafa samband og munum við bregðast við eins fljótt og auðið er.“ Lena Endre, sem fagnar 64 ára afmæli í sumar, er aðdáendum kvikmynda eftir bókum Stieg Larsson að góðu kunn. Þar leikur hún Eriku Berger í myndunum Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Þá lék hún sömuleiðis í sjónvarpsþáttunum Wallander, í annarri þáttaröð, og í The Master, kvikmynd Paul Thomas Anderson, með Joaquin Phoenix, Phillip Seymour Hoffman, Amy Adams og Lauru Dern.
Bíó og sjónvarp Stykkishólmur Tengdar fréttir Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10