Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. janúar 2019 20:30 Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira