Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2019 19:00 Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna. Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna.
Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira