Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2025 21:34 Bryndís segir að því miður hafi áhugi dómsmálaráðherra síðustu ára verið lítill. Samsett Mynd Allt að fjörutíu milljarðar króna streyma úr landi til erlendra veðmálasíðna á hverju ári. Mögulegar tekjur ríkissjóðs af netspiluninni eru ellefu milljarðar. Talið er að óbreytt staða til lengri tíma sé það versta sem gæti gerst. Þetta kemur fram í skýrslu sem er gefin út af Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ). Félagið er eitt af sex sem hafa sérleyfi til að reka veðmálastarfsemi á Íslandi. Staðan sé alvarleg Félagið vildi varpa ljósi á stöðuna á markaðnum, en spilahegðun Íslendinga hefur gjörbreyst á síðustu árum. Nú veðjum við mun meira og spilunin er að færast yfir á erlendar síður sem starfa hér óáreittar í skjóli úreltra laga sem hefur vart verið breytt í tuttugu ár. „Okkur fannst ástæða til að taka saman stöðuna og setja í þessa skýrslu til þess að reyna að fá stjórnvöld til að bregðast við stöðunni, sem við teljum mjög alvarlega,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Þurfi skýrar leikreglur Í skýrslunni kemur fram að allt að fjörutíu milljarðar króna streymi úr landi árlega til erlendra síðna, og því er velt upp að skatttekjur af þeirri upphæð gætu numið ellefu milljörðum. „Ísland er eina landið, eða eitt af fáum löndum, í Evrópu sem ekki hefur lögleitt netmarkaðinn. Stjórnvöld þurfa að setja skýra lagaumgjörð með skýrum leikreglum um hverjir mega vera þar og hverjir ekki,“ segir Bryndís. Ráðherrar lítið gert Þannig sé hægt að ná ábyrgri stjórn á stöðunni, en því miður hafi áhugi dómsmálaráðherra síðustu ára verið lítill. „Þeir hafa bara ekki haft þor og dug þegar á reynir. Þetta er flókið og það þarf mikið átak til að eitthvað gerist á þessum markaði. En við teljum að það sé lag að gera það núna. Málið er að það versta sem gerist, er að það verði ekkert gert. Það má ekki gerast núna,“ segir Bryndís. Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. 21. október 2025 22:31 Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. 16. október 2025 23:02 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu sem er gefin út af Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ). Félagið er eitt af sex sem hafa sérleyfi til að reka veðmálastarfsemi á Íslandi. Staðan sé alvarleg Félagið vildi varpa ljósi á stöðuna á markaðnum, en spilahegðun Íslendinga hefur gjörbreyst á síðustu árum. Nú veðjum við mun meira og spilunin er að færast yfir á erlendar síður sem starfa hér óáreittar í skjóli úreltra laga sem hefur vart verið breytt í tuttugu ár. „Okkur fannst ástæða til að taka saman stöðuna og setja í þessa skýrslu til þess að reyna að fá stjórnvöld til að bregðast við stöðunni, sem við teljum mjög alvarlega,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Þurfi skýrar leikreglur Í skýrslunni kemur fram að allt að fjörutíu milljarðar króna streymi úr landi árlega til erlendra síðna, og því er velt upp að skatttekjur af þeirri upphæð gætu numið ellefu milljörðum. „Ísland er eina landið, eða eitt af fáum löndum, í Evrópu sem ekki hefur lögleitt netmarkaðinn. Stjórnvöld þurfa að setja skýra lagaumgjörð með skýrum leikreglum um hverjir mega vera þar og hverjir ekki,“ segir Bryndís. Ráðherrar lítið gert Þannig sé hægt að ná ábyrgri stjórn á stöðunni, en því miður hafi áhugi dómsmálaráðherra síðustu ára verið lítill. „Þeir hafa bara ekki haft þor og dug þegar á reynir. Þetta er flókið og það þarf mikið átak til að eitthvað gerist á þessum markaði. En við teljum að það sé lag að gera það núna. Málið er að það versta sem gerist, er að það verði ekkert gert. Það má ekki gerast núna,“ segir Bryndís. Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. 21. október 2025 22:31 Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. 16. október 2025 23:02 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01
„Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. 21. október 2025 22:31
Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. 16. október 2025 23:02