Á skíði fyrir sumarbyrjun Katrín Atladóttir skrifar 18. janúar 2019 10:30 Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu hafa setið á hakanum frá því í hruninu. Nú er svo komið að fjölskyldur í Reykjavík keyra til Akureyrar til að kenna börnunum sínum á skíði og snjóbretti. Tíðarfarið í vetur hefur vissulega ekki hjálpað, en með minniháttar fyrirhöfn væri hægt að hafa skíðasvæðin opin mun oftar. Örfáum vikum fyrir kosningar í fyrra skrifuðu sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær, sem sameiginlega reka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, undir samkomulag sem felur í sér að á næstu árum verði ráðist í endurnýjun á skíðasvæðunum. Þar kemur fram að á árinu skuli ráðast í snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Þessi grein er rituð í þeim tilgangi að minna þessa sömu stjórnmálamenn á skíðasvæðin okkar í borginni. Útivera í ómengaðri náttúru er hið besta mál. Hún er sögð draga úr streitu, kvíða og reiði, vekja hjá okkur góðar tilfinningar og bæta heilsu. Það er ekki að ástæðulausu að einn mælikvarði á gæði og lífvænleika borga er aðgengi að hreinni náttúru og útivist. Reykjavík hefur alla burði til að vera framarlega á þessu sviði. Við höfum frábær útivistarsvæði í borginni. Skíðaíþróttin er ein sú besta þegar kemur að samveru. Hana er hægt að stunda frá því börn geta gengið og fram eftir öllu. Flestar íþróttir eru þannig að þú nýtur þeirra helst með jafnöldrum eða einhverjum sem er svipaður að getu, en þegar kemur að skíðum geta allir notið saman, óháð aldri og getustigi. Loksins hefur sést í hvítan snjó í borginni. Desember 2016 var snjólaus en opnað var í Bláfjöllum um miðjan janúar 2017 og rættist vel úr vetrinum eftir það. Við skulum vona að svo verði líka í ár svo við getum öll skemmt okkur vel á skíðum fram eftir vori. Drífum í því að setja upp búnaðinn í Bláfjöllum líkt og lofað var. Fyrir fólkið í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Skíðasvæði Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu hafa setið á hakanum frá því í hruninu. Nú er svo komið að fjölskyldur í Reykjavík keyra til Akureyrar til að kenna börnunum sínum á skíði og snjóbretti. Tíðarfarið í vetur hefur vissulega ekki hjálpað, en með minniháttar fyrirhöfn væri hægt að hafa skíðasvæðin opin mun oftar. Örfáum vikum fyrir kosningar í fyrra skrifuðu sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær, sem sameiginlega reka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, undir samkomulag sem felur í sér að á næstu árum verði ráðist í endurnýjun á skíðasvæðunum. Þar kemur fram að á árinu skuli ráðast í snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Þessi grein er rituð í þeim tilgangi að minna þessa sömu stjórnmálamenn á skíðasvæðin okkar í borginni. Útivera í ómengaðri náttúru er hið besta mál. Hún er sögð draga úr streitu, kvíða og reiði, vekja hjá okkur góðar tilfinningar og bæta heilsu. Það er ekki að ástæðulausu að einn mælikvarði á gæði og lífvænleika borga er aðgengi að hreinni náttúru og útivist. Reykjavík hefur alla burði til að vera framarlega á þessu sviði. Við höfum frábær útivistarsvæði í borginni. Skíðaíþróttin er ein sú besta þegar kemur að samveru. Hana er hægt að stunda frá því börn geta gengið og fram eftir öllu. Flestar íþróttir eru þannig að þú nýtur þeirra helst með jafnöldrum eða einhverjum sem er svipaður að getu, en þegar kemur að skíðum geta allir notið saman, óháð aldri og getustigi. Loksins hefur sést í hvítan snjó í borginni. Desember 2016 var snjólaus en opnað var í Bláfjöllum um miðjan janúar 2017 og rættist vel úr vetrinum eftir það. Við skulum vona að svo verði líka í ár svo við getum öll skemmt okkur vel á skíðum fram eftir vori. Drífum í því að setja upp búnaðinn í Bláfjöllum líkt og lofað var. Fyrir fólkið í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun