„Ég var logandi hrædd við skrímslið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:23 Depp og Heard í febrúar árið 2016, þremur mánuðum áður en Heard sótti um skilnað. Getty/John Shearer Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53
Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14
Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39