Neikvæðni-skekkjan og geðheilbrigði Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 16:49 Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun