Neikvæðni-skekkjan og geðheilbrigði Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 16:49 Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun